12.5.2007 | 15:53
Teikningar fyrir kirkjuna tilbúnar
Teikningar arkitektastofunnar Arkþings að væntanlegri kirkju í Grafarholti, sem S.S. verktakar h/f munu reisa fyrir sóknarnefnd Grafarholtssóknar, eru nú aðgengilegar hér á vefnum, og má finna þær með því að smella hér.
Á sóknarnefndarfundi Grafarholtssóknar 17. apríl sl. var lögð fram og kynnt þessi niðurstaða dómnefndar um kirkjubyggingu safnaðarins að Kirkjustétt 8. Sóknarnefndin ákvað að fara þá leið við byggingu kirkjunnar, að auglýsa alútboð, og er það í fyrsta sinni sem slík leið er farin við kirkjubyggingu. Náið og gott samstarf er við Biskupsstofu og Kirkjuráð um framkvæmdina og litið á verkefnið sem prófstein hvað þessa aðferð varðar.
Alls voru valdir fjórir verktakar og arkitektafyrirtæki til að taka þátt í útboðinu, sem miðaðist við að skila fullbyggðri kirkju, um 700 fermetrum að stærð í árslok 2008 fyrir 200 millj. kr. og skiluðu allir tilboðsgögnum. Sóknarnefndin skipaði sérstaka dómnefnd, sem í áttu sæti fagaðilar, til að meta tillögurnar og leggja úrskurð sinn fyrir sóknarnefnd. Í dómnefndinni áttu sæti: Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, formaður, Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Lilja Grétarsdóttir, arkitekt, Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari og Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR.
Niðurstaða dómnefndar er sú, að taka beri tilboði S.S. verktaka h/f um kirkjubyggingu í Grafarholti og var niðurstaðan staðfest af sóknarnefnd. Í umsögn dómnefndar kemur fram að hús, lóð og innra fyrirkomulag myndi mjög sterka og sannfærandi heild og yfirbragð kirkjunnar í senn látlaust. Umsjón með kirkjubygginni er í höndum bygginganefndar safnaðarins, en hana skipa Stefán Ragnar Hjálmarsson byggingatæknifræðingur, formaður, Hreinn Ólafsson, byggingatæknifræðingur og sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur.
Gaman væri að heyra, hvernig sóknarbörnum líst á væntanlega kirkju sína!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 30.5.2007 kl. 14:28 | Facebook
Um bloggið
Kirkja Grafarholts
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er bara nokkuð sáttur við þessar tillögur, þó ég hefði kosið að hafa hana kannski ögn kirkjulegri í útliti. Minnir einna helst á kassa. En altaristaflan finnst mér mjög falleg það er svolítið spennandi að hafa glugga sem altaristöflu, hef ekki séð það áður. Hlakka til að fylgjast með.
Óttarr Makuch, 14.5.2007 kl. 15:19
Mjög flott kirkja :D
Ingvar (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.